Framleiðslugjald ISAL vegna ársins 1997
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 9/1998
Samkvæmt aðalsamningi milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse Lonza Group Ltd. greiðir ISAL framleiðslugjald í stað tekju- og eignaskatts og fasteignagjalda svo og ýmissa annarra skatta.
Vegna ársins 1997 greiddi ISAL framleiðslugjald að fjárhæð krónur 640 milljónir. Af þessari upphæð voru krónur 172 milljónir greiddar með mánaðarlegum greiðslum á síðasta ári og eftirstöðvarnar krónur 468 milljónir voru greiddar á gjalddaga 2. júní síðastliðinn. Þetta er líklega hæsta skattgreiðsla sem einkafyrirtæki hefur greitt vegna eins rekstrarárs.
Reykjavík, 12. júní 1998