Nr. 62, 23. júní 1998:Utanríkisráðherrafundur Eystrasaltsráðsins var haldinn 22. - 23. júní í bænum Nyborg á Fjóni.
Utanríkisráðherrafundur Eystrasaltsráðsins var haldinn 22. - 23. júní í bænum Nyborg á Fjóni. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd.
Á fundinum var rætt um hin ýmsu svið þeirrar starfssemi sem fram fer á vegum Eystrasaltsráðsins, þ.á m. mannréttindamál og lýðræðisþróun, efhahagssamvinnu, menningarmál og almannaöryggi. Umræða um mannréttindamál var all ítarleg í tengslum við skýrslu umboðsmanns ráðsins á sviði mannréttinda og lýðræðisþróunar um starf hans sl. ár. Einkum var rætt um réttindi minnihlutahópa í Lettlandi en eins og kunnugt er samþykkti lettneska þingið lög um ríkisborgararétt o.fl. í gær. Þá var jafnframt rætt um niðurstöður leiðtogafundar Evrópusambandsins í Cardiff og ástandið í Kósóvó.
Í ræðu sinni á fundinum ræddi utanríkisráðherra um stækkun Evrópusambandsins, hugmyndir Finna um norðlæga vídd í stefnu sambandsins og mannréttindamál. Hann lagði áherslu á þátt mannréttindamála í störfum Eystrasaltsráðsins og benti á nauðsyn þess að ráðið hefði samráð við óháð mannréttindasamtök.
Ásamt fulltrúum aðildarríkjanna 11 og Evrópusambandsins var boðið til fundarins fulltrúum Bandaríkjanna, Frakklands og Úkraínu en þessi ríki hafa sýnt mikinn áhuga á starfsemi Eystrasaltsráðsins.
Danir hafa farið með formennsku í Eystrasaltsráðinu sl. ár en Litháen tekur nú við.
Meðfylgjandi er yfirlýsing fundarins.
Í ræðu sinni á fundinum ræddi utanríkisráðherra um stækkun Evrópusambandsins, hugmyndir Finna um norðlæga vídd í stefnu sambandsins og mannréttindamál. Hann lagði áherslu á þátt mannréttindamála í störfum Eystrasaltsráðsins og benti á nauðsyn þess að ráðið hefði samráð við óháð mannréttindasamtök.
Ásamt fulltrúum aðildarríkjanna 11 og Evrópusambandsins var boðið til fundarins fulltrúum Bandaríkjanna, Frakklands og Úkraínu en þessi ríki hafa sýnt mikinn áhuga á starfsemi Eystrasaltsráðsins.
Danir hafa farið með formennsku í Eystrasaltsráðinu sl. ár en Litháen tekur nú við.
Meðfylgjandi er yfirlýsing fundarins.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 23. júní 1998.