Markaðsstarf á sviði erlendra fjárfestinga samræmt
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis
Landsvirkjun
Nr. 11/1998
Tilgangur Fjárfestingarstofunnar er að laða erlenda fjárfesta til Íslands. Hingað til hefur MIL sinnt erlendri fjárfestingu á sviði stóriðju en FÍ á öðrum sviðum. Markmiðið með samruna stjórnanna og nýju sameiginlegu heiti og merki er að tryggja að stefna um kynningu á Íslandi fyrir erlenda fjárfesta sé samræmd og jafnframt að efla þessa starfsemi. Stefnt er að því að starfsemin flytjist á einn stað á næsta ári.
Erlend fjárfesting hefur aukist gífurlega á síðustu árum og er það ekki síst að þakka öflugu markaðsstarfi. MIL hefur frá stofnun árið 1988 einbeitt sér að erlendri fjárfestingu í stóriðju. Mikill árangur hefur náðst á því sviði, m.a. með þremur stóriðjusamningum á síðustu þremur árum. Mörg verkefni á sviði stóriðju eru nú til athugunar. FÍ var hins vegar komið á fót árið 1995 í því skyni að veita áhugasömum erlendum fjárfestum alhliða þjónustu við athugun á fjárfestingarkostum á öðrum sviðum en stóriðju. Árangurinn af þriggja ára undirbúningsstarfi er farinn að skila sér í nýjum fjárfestingum.
Á Fjárfestingarstofunni eru 6,5 stöðugildi. Reksturinn er fjármagnaður með framlagi á fjárlögum og framlagi Landsvirkjunar. Í stjórn Fjárfestingarstofunnar sitja sex manns; þrír eru tilnefndir af Landsvirkjun og þrír af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Stjórnarformaður Fjárfestingarstofunnar er Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Aðrir í stjórninni eru: Árni Grétar Finnsson, Benedikt Árnason, Halldór Jónatansson, Jóhann Már Maríusson og Jón Ásbergsson. Garðar Ingvarsson stýrir Fjárfestingarstofunni - orkusviði og Ingi Ingason Fjárfestingarstofunni - almennu sviði.
Reykjavík, 25. júní 1998.