Viðurlög við náttúruspjöllum vegna aksturs utan vega
Í fréttaflutningi af atviki í Kerlingarfjöllum, þar sem akstur utan vega olli spjöllum á hverasvæði, hefur sums staðar komið fram að "engin viðurlög" séu við skemmdum af völdum slíks athæfis.
Af því tilefni vill umhverfisráðuneytið koma því á framfæri að í lögum um náttúruvernd nr. 93/1996 er að finna ákvæði bæði um bann við akstri utan vega og um viðurlög við brotum gegn lögunum. Í 16. grein laganna segir: "Öllum er skylt að sýna varúð svo að náttúru landsins sé ekki spillt að þarflausu. Spjöll á náttúru landsins, sem framin eru með ólögmætum hætti af ásetningi eða gáleysi, varða refsingu. . . Þar sem hætta er á náttúruspjöllum er akstur utan vega og merktra slóða óheimill". Í 39. grein laganna segir síðan: "Brot gegn lögum þessum og reglum, er settar eru samkvæmt þeim, varða sektum eða varðhaldi. Sektir renna í ríkissjóð."
Af því tilefni vill umhverfisráðuneytið koma því á framfæri að í lögum um náttúruvernd nr. 93/1996 er að finna ákvæði bæði um bann við akstri utan vega og um viðurlög við brotum gegn lögunum. Í 16. grein laganna segir: "Öllum er skylt að sýna varúð svo að náttúru landsins sé ekki spillt að þarflausu. Spjöll á náttúru landsins, sem framin eru með ólögmætum hætti af ásetningi eða gáleysi, varða refsingu. . . Þar sem hætta er á náttúruspjöllum er akstur utan vega og merktra slóða óheimill". Í 39. grein laganna segir síðan: "Brot gegn lögum þessum og reglum, er settar eru samkvæmt þeim, varða sektum eða varðhaldi. Sektir renna í ríkissjóð."
Fréttatilkynning nr. 28/1998
Umhverfisráðuneytið