Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 1998 Matvælaráðuneytið

Rgl. um friðunarsvæði við Ísl. og notkun smáfiskaskilju.

Nýjar reglugerðir
um friðunarsvæði við Ísland
og notkun smáfiskaskilju.




Ráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar fyrir Suðausturlandi og reglugerð um friðunarsvæði við Ísland. Reglugerðir þessar, sem taka gildi 1. september n.k., leysa af hólmi eldri reglugerðir um sama efni.

Með nýrri reglugerð um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar er svæði við Suðausturland, þar sem smáfiskaskilja eða legggluggi eru áskilin við tog- og dragnótaveiðar, stækkað verulega. Er öllum þeim skipum sem stunda togveiðar skylt að nota smáfiskaskilju á svæðinu. Þó er togbátum sem taka trollið inn á síðunni heimilt til loka árs 1998 að nota leggglugga í stað smáfiskaskilju við veiðar á svæðinu. Dragnótabátum er skylt að nota leggglugga við veiðar á svæðinu. Fylgir hér með kort til skýringar þar sem hið nýja svæði er markað. Jafnframt sýnir kortið tvö svæði (í dekkri lit) þar sem smáfiskaskilja eða legggluggi hafa verið áskilinn við tog- og dragnótaveiðar.

Með nýrri reglugerð um friðunarsvæði við Ísland eru óverulegar breytingar gerðar á fyrri reglugerð um sama efni en þó eru felld úr gildi svæði í Lónsdýpi og á Papagrunni þar sem allar togveiðar hafa verið bannaðar. Þá er svæðið á Breiðdalsgrunni, þar sem línuveiðar hafa verið bannaðar og togveiðar eingöngu heimilaðar með legglugga eða smáfiskaskilju, fellt niður í þeirri reglugerð, enda verður það svæði allt innan hins nýja svæðis þar sem legggluggi eða smáfiskaskilja verða áskilin eftir 1. september n.k., samkvæmt því sem rakið er hér að ofan.


Sjávarútvegsráðuneytið
14. ágúst 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta