Styrkir til framhaldsnáms
Fréttatilkynning
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra afhenti í dag tveimur námsmönnum styrki til framhaldsnáms.
Hærri styrkurinn, 750 þúsund krónur, var veittur Ólöfu Ýrr Atladóttur sem er í meirstarnámi við East Anglia Háskólann í Norwich í Bretlandi. Rannsóknir hennar eru á sviði stofnerfðafræði og skoðar hún sérstaklega aðgreiningu kolmunna í stofna. Ólöf Ýr hefur lokið bæði BA námi í íslensku og BS námi í líffræði og áætlar að ljúka meistaranámi sínu á tæplega tveimur árum.
Sverrir Daníel Halldórsson hlýtur styrk að upphæð 250 þúsund krónur. Hann er í framhaldsnámi við háskólann í Bergen og vinnur að rannsóknum á æxlunarlíffræði hnísu. Rannsóknir hans eru í tengslum við fjölstofnarannsóknir Hafrannsóknastofnunar.
Fjórar umsóknir um styrkina bárust þessu sinni.
Sjávarútvegsráðuneytið 14. ágúst 1998