Samráðshópur ráðuneyta og Alþingis
Starfandi er samráðshópur ráðuneyta og Alþingis sem er vettvangur samstarfs þessara aðila á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni. Hópurinn vinnur með verkefnisstjórninni að því að koma stefnu ríkisstjórnarinnar í framkvæmd og fjallar um verkefni sem krefjast samræmingar milli ráðuneyta og Alþingis. Einnig kemur hann að reglulegri heildarendurskoðun stefnunnar og árangursmati.
Samráðshópur ráðuneyta og Alþingis er skipaður fulltrúum allra ráðuneyta ásamt fulltrúa Alþingis. Þau verkefni sem hópurinn fæst við eru fjölbreytileg og varða m.a. stjórnarráðsvefinn, málaskrá ráðuneyta og samræmingu tillagna ráðuneyta vegna fjárlagagerðar.
Samráðshópur ráðuneyta og Alþingis er skipaður eftirtöldum mönnum:
- Guðbjörg Sigurðardóttir, forsætisráðuneyti, formaður,
- Salvör Gissurardóttir, forsætisráðuneyti
- Einar Hannesson, samgönguráðuneyti,
- Daði Einarsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti,
- Jóhann Gunnarsson, fjármálaráðuneyti
- Sveinn Þorgrímsson, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
- Níels Árni Lund, landbúnaðarráðuneyti
- Ingibjörg Ólafsdóttir, umhverfisráðuneyti
- Kjartan Sigurðsson, Hagstofa Íslands
- Pétur Ásgeirsson, utanríkisráðuneyti
- María Sæmundsdóttir, félagsmálaráðuneyti
- Hólmfríður Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðuneyti
- Kristinn Hugason, sjávarútvegsráðuneyti
- Kristín Geirsdóttir, Alþingi
- Björn Haraldsson, tölvudeild Rekstrarfélags stjórnarráðsbygginga
- Sigurður Davíðsson, vefstjóri, forsætisráðuneyti
Síðast breytt 5. nóvember 2001