Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 1998 Innviðaráðuneytið

Verkefnisstjórn - hlutverk og skipan

Verkefnisstjórn er ráðgefandi fyrir forsætisráðuneyti og stýrir, fyrir þess hönd, víðtæku samráði ráðuneyta, sveitarfélaga, fulltrúa atvinnurekenda, launþega o.fl. um málefni upplýsingasamfélagsins.

Verkefnisstjórn fjallar um framkvæmd verkefna sem krefjast samræmingar milli ráðuneyta eða varða samfélagið í heild. Verkefnistjórn ber ábyrgð á reglulegri heildarendurskoðun stefnunnar og metur árlega þann árangur sem náðst hefur.

Verkefnisstjórn hefur sér til ráðuneytis ráðgjafanefnd sérfræðinga á sviði
upplýsingatækni.

  • Helstu verkefni verkefnisstjórnar eru eftirfarandi:
  • Að fylgja eftir þeirri heildarstefnumótun sem fram hefur farið á vegum ríkisstjórnarinnar um málefni upplýsingasamfélagsins og vinna að reglubundinni endurskoðun hennar.
  • Að stuðla að því að íslensk stjórnvöld, atvinnulíf og almenningur hagnýti sér kosti sem leiða af örri framþróun á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni.
  • Að vera vettvangur fyrir og leiða samstarf ráðuneytanna á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni.
  • Að leita eftir samstarfi við aðila utan ríkiskerfisins, einkum sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök, um málefni upplýsingasamfélagsins.
  • Að fylgja eftir sérstökum áherslum ríkisstjórnar á þessu sviði.
  • Að vera ráðgefandi fyrir ríkisstjórn um fjárveitingar til þessara mála.
  • Annast f.h. íslenskra stjórnvalda þátttöku í 5 ára samstarfsverkefni Evrópuríkja um framkvæmd stefnu í málefnum upplýsingasamfélagsins.

Leggja ber áherslu á að ná víðtækri samstöðu í þjóðfélaginu um þróun upplýsingasamfélagsins og samstarfi milli aðila sem koma að framkvæmd verkefna á því sviði.

Verkefnisstjórn er skipuð fulltrúum ráðuneyta fjármála, menntamála, samgöngumála, iðnaðar og viðskipta, auk fulltrúa forsætisráðuneytis sem er formaður verkefnisstjórnar. Skipað er í nefndina til tveggja ára í senn.


Skipun verkefnisstjórnar

Eftirtaldir aðilar eru skipaðir í verkefnisstjórn:

Guðbjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri, forsætisráðuneyti, formaður,
sími: 545 8470, tölvupóstfang:[email protected]

Arnór Guðmundsson, deildarstjóri, menntamálaráðuneyti,
sími:5609484, tölvupóstfang: [email protected]

Einar Hannesson, lögfræðingur, samgönguráðuneyti
sími: 560 9655, tölvupóstfang: [email protected]

Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri, fjármálaráðuneyti,
sími: 560 9200, tölvupóstfang: [email protected]

Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,
sími: 560 9420, tölvupóstfang: [email protected]


Með verkefnisstjórn starfar Salvör Gissurardóttir, sérfræðingur, forsætisráðuneyti
sími: 5609475, tölvupóstfang: [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta