Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 075, 25. ágúst 1998: Stuðningsyfirlýsing H.Á. við tillögur stjórnvalda vegna sakborninga í Lockerbie-tilræðinu og hvatning til Líbýustjórnar að fallast á tillögurnar.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 075.


Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við þá tillögu stjórnvalda í Bretlandi og Bandaríkjunum, að sakborningar í Lockerbie-tilræðinu svokallaða komi fyrir dómstól í Hollandi, sem í sitji skoskir dómarar og starfi eftir skoskum réttarreglum.
Utanríkisráðherra hvetur ennfremur Líbýustjórn til að fallast á tillögurnar og stuðla þannig að því að skorið verði úr um sakargiftir og farið verði að ályktunum öryggisráðsins um málið.
Í gildi eru refsiaðgerðir, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gagnvart Líbýu með ályktun nr. 883(1993). Þær felast m.a. í banni við meðferð fjármuna aðila í Líbýu og fjármagnsviðskipti, flugumferð og þjónustu í líbýskar flugvélar og sölu á tækjabúnaði til olíuvinnslu.
Refsiaðgerðirnar eru í gildi af Íslands hálfu samkvæmt auglýsingu 474, dags. 26. nóvember 1993.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 25. ágúst 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta