Úrskurður vegna Vatnsfellsvirkjunar
Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins, frá 8. maí 1998 um allt að 140 MW virkjun við Vatnsfell, 220 kV háspennulínu milli Vatnsfells- og Sigölduvirkjunar og nýja vegtengingu á Veiðivatnaleið. Fram skal fara frekara mat á umhverfisáhrifum Vatnsfellsvirkjunar, þar sem ekki skal gert ráð fyrir vatnsmiðlun um Norðlingaölduveitu.
Í úrskurði skipulagsstjóra var fallist á fyrirhugaða byggingu allt að 140 MW virkjunar við Vatnsfell og aðrar ofangreindar framkvæmdir eins og þeim var lýst í frummatsskýrslu Landsvirkjunar. Sá úrskurður var kærður til umhverfisráðherra. Athugasemdir kærenda við úrskurð skipulagsstjóra eru í meginatriðum samhljóða. Kærendur telja að með úrskurðinum hafi skipulagsstjóri veitt heimild fyrir framkvæmd sem sé háð annarri tiltekinni framkvæmd, þ.e. Norðlingaölduveitu. Sú veita sé háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993 en slíkt mat hafi ekki farið fram. Að auki var bent á að Norðlingaöldumiðlun væri ekki aðeins háð niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum heldur einnig leyfi Náttúruverndar ríkisins.
Í úrskurði skipulagsstjóra segir að í niðurstöðu hans sé ekki tekið mið af hugsanlegri Norðlingaölduveitu. Aðeins sé fjallað um allt að 140 MW virkjun við Vatnsfell óháð því hvort af Norðlingaölduveitu verður eða ekki. Það er hins vegar mat umhverfisráðuneytisins að óhjákvæmilegt sé að líta á vatnsmiðlun um Norðlingaölduveitu sem starfsemi er fylgi Vatnsfellsvirkjun, en samkvæmt frummatsskýrslu Landsvirkjunar frá febrúar 1998 er Norðlingaölduveita sögð forsenda fyrir 140 MW virkjun við Vatnsfell. Ráðuneytið telur því að ekki sé hægt að fallast á óbreytta tilhögun Vatnsfellsvirkjunar.
Í úrskurði skipulagsstjóra var fallist á fyrirhugaða byggingu allt að 140 MW virkjunar við Vatnsfell og aðrar ofangreindar framkvæmdir eins og þeim var lýst í frummatsskýrslu Landsvirkjunar. Sá úrskurður var kærður til umhverfisráðherra. Athugasemdir kærenda við úrskurð skipulagsstjóra eru í meginatriðum samhljóða. Kærendur telja að með úrskurðinum hafi skipulagsstjóri veitt heimild fyrir framkvæmd sem sé háð annarri tiltekinni framkvæmd, þ.e. Norðlingaölduveitu. Sú veita sé háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993 en slíkt mat hafi ekki farið fram. Að auki var bent á að Norðlingaöldumiðlun væri ekki aðeins háð niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum heldur einnig leyfi Náttúruverndar ríkisins.
Í úrskurði skipulagsstjóra segir að í niðurstöðu hans sé ekki tekið mið af hugsanlegri Norðlingaölduveitu. Aðeins sé fjallað um allt að 140 MW virkjun við Vatnsfell óháð því hvort af Norðlingaölduveitu verður eða ekki. Það er hins vegar mat umhverfisráðuneytisins að óhjákvæmilegt sé að líta á vatnsmiðlun um Norðlingaölduveitu sem starfsemi er fylgi Vatnsfellsvirkjun, en samkvæmt frummatsskýrslu Landsvirkjunar frá febrúar 1998 er Norðlingaölduveita sögð forsenda fyrir 140 MW virkjun við Vatnsfell. Ráðuneytið telur því að ekki sé hægt að fallast á óbreytta tilhögun Vatnsfellsvirkjunar.
Fréttatilkynning nr. 35/1998
Umhverfisráðuneytið