Hoppa yfir valmynd
1. september 1998 Matvælaráðuneytið

Dagur hafsins. 01.09.98

Dagur hafsins



Ríkistjórnin ákvað í ársbyrjun, að tillögu sjávarútvegsráðherra, að laugardagurinn 12. september yrði dagur hafsins á ári hafsins. Tilgangurinn er að fá sem flesta til að hugsa til hafs. Þá þegar var því beint til stofnana og fyrirtækja sem tengjast hafinu að þau opnuðu dyr sínar almenningi eða efndu til atburða sem leiddu huga sem flestra landsmanna að mikilvægi þess í öllu umhverfi okkar. Ráðuneytunum hefur verið falið að vekja athygli stofnana sem undir þau heyra á þessum degi.

Undirbúningur fyrir dag hafsins er nú vel á veg kominn og þegar er ljóst að margt verður í boði fyrir þá sem vilja afla sér meiri vitneskju um hvaðeina sem viðkemur hafinu.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur safnað saman upplýsingum um það sem boðið verður upp á og sér um kynningu þess. Þeir sem hafa hug á að standa fyrir viðburðum á þessum degi eru beðnir um að koma upplýsingum um það með skriflegum hætti til ráðuneytisins fyrir 9. september n.k.

Sjávarútvegsráðuneytið
1. september 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum