Rækjuveiðisvæði fyrir Norðurlandi.
Rækjuveiðisvæði fyrir Norðurlandi.
Samkvæmt reglugerð um úthafsrækjuveiðar hefur bátum stærri en 200 brúttórúmlestir verið óheimilt að stunda rækjuveiðar sunnan 66°40'N fyrir Norðurlandi á tímabilinu 15. maí til 31. október. Ráðuneytið hefur í dag gefið út nýja reglugerð sem breytir þessu ákvæði að því leyti að bátum með lægri aflvísi en 2.000 er einnig heimilt að stunda rækjuveiðar sunnan línunnar þótt þeir séu stærri en 200 brúttórúmlestir.
Sjávarútvegsráðuneytið
11. september 1998
11. september 1998