Hoppa yfir valmynd
11. september 1998 Heilbrigðisráðuneytið

Til upplýsingar nr. 1 - Hjartaaðgerðir, kransæðaútvíkkanir og hjartaþræðingar

Til upplýsingar



Nokkurrar ónákvæmni hefur gætt í umfjöllun um hjartaaðgerðir, kransæðaútvíkkanir og hjartaþræðingar upp á síðkastið. Af gefnu tilefni sendir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið út hjálagðar upplýsingar.

Síðast liðin fimm ár hefur kransæðaútvíkkun færst mjög í vöxt og aðgerðum á þessu sviði fjölgað mjög, og þar af leiðandi hefur heldur dregið úr opnum aðgerðum.

1. september s.l. höfðu verið gerðar 40 færri opnar aðgerðir á Ríkisspítulum en á sama tíma í fyrra. Færri aðgerðir má rekja til manneklu, og tæknilegra atriða, en síður til sparnaðar í rekstri hjartadeilda.

Fyrir almenn sumarleyfi starfsfólks voru í fyrra gerðar 166 kransæðaútvíkkanir, en á sama tíma í ár voru gerðar 216. Þetta er aukning um 50.

75 voru á biðlista eftir kransæðaútvíkkun í október í fyrra. Nú í byrjun september bíða 47 eftir kransæðaútvíkkun.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
11. september 1998

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta