Hoppa yfir valmynd
25. september 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 82, 25 september 1998: Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flytur að kvöldi föstudags, hinn 25. september, ávarp af Íslands hálfu í almennri umræðu 53. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flytur að kvöldi föstudags, hinn 25. september, ávarp af Íslands hálfu í almennri umræðu 53. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Í upphafi ræðu sinnar minnist utanríkisráðherra á ýmsar hættur sem þjóðir heims og samtökin standa nú frammi fyrir, einkanlega þjáningar íbúa Kósóvo og ógnvekjandi ástand í mörgum ríkjum Afríku, sem tefla framþróun í þeirri heimsálfu í hættu. Einnig minnist hann á alþjóðleg vandamál, sem geta ráðið miklu um framtíð mannkynsins, svo sem umhverfisvernd og jafnvægið á milli hagvaxtar og verndunar náttúruauðlinda.

Meginmál ræðu utanríkisráðherra fjallar um málefni hafsins og nýtingu auðlinda þess í tilefni af hinu alþjóðlega ári hafsins 1998. Hann vekur athygli á því, að höfin eru helsta uppspretta eggjahvítuefna fyrir mannkynið og grundvallarþáttur í vistkerfi jarðarinnar. Auðæfi þeirra eru ekki óendanleg og þau taka ekki endalaust við sorpi og mengun af mannavöldum.

Utanríkisráðherra minnir á mikilvægi Washingtonáætlunarinnar gegn mengun frá landsstöðvum og hvetur til þess, að gert verði alþjóðlegt samkomulag fyrir aldamót um varnir gegn þrávirkum lífrænum efnum. Hann varar jafnframt við starfsemi endurvinnslustöðva fyrir kjarnorkuúrgang nálægt hafinu.

Hann hvetur til þess, að ríki, sem eigi hagsmuna að gæta, komi sér saman um skynsamlega stjórnun fiskveiða á úthafinu, utan efnahagslögsögu. Tryggja þurfi að nýting lifandi auðlinda hafsins, efnahagsleg þróun og verndun umhverfisins fari saman.

Til að tryggja hagkvæman sjávarútveg, verði ríki að innleiða lögmál frjálsrar samkeppni í sjávarútvegi og skapa sjávarafurðum eðlilegar markaðsaðstæður. Hann minnist á að Íslendingar hafi tekið upp fiskveiðistjórnun, sem ráðist af hagkvæmnissjónarmiðum og taki mið af vernd auðlinda og sjálfbærri nýtingu þeirra. Ofveiði á ýmsum svæðum í heiminum eiga aðallega rætur að rekja til ríkisstyrkja í sjávarútvegi, sem leiði af sér of stóra flota og óeðlilegar markaðsaðstæður.

Hann vekur athygli á því, að í skýrslum Sameinuðu þjóðanna séu sífelldar alhæfingar um ofveiði, sem gefi til kynna, að ríki hafi almennt brugðist í fiskveiðistjórnin sinni. Þetta sé ekki rétt. Í því sambandi vitnar hann til nýrrar skýrslu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu, að of stórir fiskveiðiflotar og ríkisstyrkir í sjávarútvegi séu meginástæða minnkandi fiskstofna víða um heim. Jafnframt er komist að þeirri niðurstöðu að ein lausn vandans sé úthlutun framseljanlegs kvóta til fiskiskipa, en slíkt fiskveiðikerfi hafi gefist vel í Nýja-Sjálandi, Ástralíu og á Íslandi.

Utanríkisráðherra fjallar um afstöðu Íslands í viðræðunum um Kýótóbókunina við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og leggur áherslu á, að frekari nýting hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi sé þáttur í alþjóðlegri viðleitni, til að minnka enn frekar losun gróðurhúsalofttegunda. Órökrétt og óréttlátt sé að torvelda ríkjum að nýta hreina og endurnýjanlega orkugjafa og ekki í anda rammasamningsins.

Halldór Ásgrímsson fjallar um þróunarmál í ræðu sinni og vitnar m. a. til umræðna á ársfundi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC) í sumar, þar sem fram kom, að iðnvæddu ríkin yrðu að vinna markvisst að því að ryðja úr vegi hindrunum fyrir útflutningsvöru þróunarríkjanna og gera þeim kleift að gerast virkir þátttakendur á heimsmarkaðinum.

Hann minnist á heimsókn sína til nokkurra ríkja í suðurhluta Afríku síðsumars, sem veitti honum tækifæri til að kynnast af eigin raun hinum mikla mannauði og náttúruauðlindum, sem löndin byggju yfir. Friður í þessum löndum hefði fært fólkinu velmegun. Ísland hefði þróunarsamvinnu við þessi ríki og legði þar áherslu á menntun og þjálfun á sviði sjávarútvegs. Samhliða markaðsbúskap í þessum löndum, yrði að auka stuðning við uppbyggingu félagslega kerfisins, heilsugæslu og menntunar. Ísland hyggðist auka opinber framlög til þróunarsamvinnu við þessi lönd. Hann minnist í því sambandi á upphaf starfsemi Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í haust, en þá hefðu stúdentar frá nokkrum Afríkuríkjum hafið þar nám.

Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að styrkja stöðu og hlutverk kvenna í samfélaginu, einkanlega með tilliti til menntunar og virkrar þátttöku í atvinnulífi. Bregðast verði við offjölgunarvandamálinu með heildstæðum lausnum. Utanríkisráðherra lýsir áhyggjum sínum vegna þess að ástandið á fjármálamörkuðum í heiminum hefði leitt til kreppu í mörgum löndum og hægt á hagvexti í öðrum.

Utanríkisráðherra segir Sameinuðu þjóðirnar hafa sjaldan áður staðið frammi fyrir mikilvægari verkefnum við að tryggja frið, öryggi og mannréttindi. Hann lætur í ljós miklar áhyggjur vegna tilraunasprenginga Indverja og Pakistana og fagnaði nýlegum yfirlýsingum þeirra að fara að ákvæðum samningsins gegn útbreiðslu kjarnavopna (NPT) og samningsins um bann við tilraunakjarnasprenginum (CTBT).

Sameinuðu þjóðirnar verða stöðugt að vera á verði til að ófriður brjótist ekki út. Í mörgum Afríkuríkjum hafa ófriður og ættbálkaerjur haft í för með sér dauða og eyðileggingu. Grimmileg örlög barna í ófriði eru nú ljósari en nokkru sinni fyrr. Enn á ný standa íbúar fyrrum Júgóslavíu frammi fyrir hörmulegum vandamálum. Í Kósóvó ógna hungur og kuldi þúsundum flóttamanna.

Varðveisla friðarins krefst nú víðtækari aðgerða en áður, svo sem styrkingar lýðræðislegra stofnana, löggæslu, kosningaeftirlits, uppbyggingar dómskerfis og eftirlits með mannréttindum.

Fimmtíu ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna eigi að hvetja aðildarrríki til að halda fast í grundvallarmannréttindi. Mannréttindi eru alhliða og ekki má líða mannréttindabrot undir yfirskyni hefða og trúarbragða.

Hið alþjóðlega samfélag verður að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi og stríðsglæpum. Utanríkisráðherra hvetur aðildarrríki til að undirrita og staðfesta alþjóðasaminga gegn hryðjuverkastarfsemi.

Samþykkt sáttmálans um alþjóðlega stríðsglæpadóminn í Róm í sumar sýnir vilja hins alþjóðlega samfélags til að berjast gegn glæpum gegn mannkyninu, þjóðarmorðum og stríðsglæpum. Ráðherra hvetur aðildarrríki til að undirrita og staðfesta sáttmálann.

Hann minnist einnig á niðurstöður aukaallsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn fíkniefnum og hvetur til þess að niðurstöðum þess verði fylgt eftir.

Hann lýsir stuðningi við nýtt framtak Norðmanna og Kanadamanna um að takmarka útbreiðslu og notkun handvopna.

Að lokum segir utanríkisráðherra það mikilvægt, að Sameinuðu þjóðirnar gangi til starfa á nýju árþúsundi sem virk og endurnýjuð samtök, með betri stjórnunarhætti, árangursbundin fjárlög, virkari aðgerðamöguleika, styrkari fjárhag og skýr loforð frá öllum aðildarrríkjum um að þau greiði framlög sín án skuldbindinga.

Hann segir Íslendinga ákveðna í að berjast fyrir hugsjónum Sameinuðu þjóðanna og axla ábyrgð sína á öllum sviðum í starfi samtakanna, enda telji þeir, að öll aðildarríki eigi að taka þátt í að móta þá veröld sem við lifum í.

Auk Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra voru í sendinefndinni Þorsteinn Ingólfsson fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hjálmar W. Hannesson skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Stefán Lárus Stefánsson varafastafulltrúi hjá S.þ., Guðni Bragason sendiráðunautur utanríkisráðuneyti og Axel Nikulásson sendiráðsritari hjá fastanefnd.

Ræða ráðherra fylgir hjálagt.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 25. september 1998.

Mr. President,

Allow me at the outset to congratulate you upon your election to this prestigious position. I am convinced that you will guide us wisely through the fifty-third General Assembly.

The world community is now confronted with several dangerous situations which threaten the existence of millions of people; situations, which demand immediate action by our organization. I would like to draw special attention to the plight of the people of Kosovo and the alarming situation in several African countries, where wars have caused appalling suffering and directly threaten the development and advancement of the whole continent.

Mr. President,

Our organization is also confronted with issues of universal nature, which can determine the future of humankind, such as the protection of the environment and the delicate balance between economic growth and the conservation of natural resources. In this respect, the protection of the oceans and the marine ecosystem is one of the most important tasks facing us today.

The International Year of the Ocean allows me to draw the Assembly's attention to the fact that the oceans are the single largest source of protein and a crucial part of earth's ecosystem. We have to come to grips with the reality that the ocean's bounty is finite and that the ocean is not a bottomless receptacle of human waste and pollution.

Pollution of the seas from land-based sources remains a daunting problem. However, effective implementation of the Washington Global Programme of Action will certainly bring about much improvement in this respect. Pollution by persistent organic pollutants is another major concern. Prompt completion by the year 2000 of a legally binding instrument dealing with some of these pollutants will be an important step towards reducing and eventually eliminating this kind of pollution.

Accidents, where radioactive material from nuclear waste treatment plants has spilled into the sea, have demonstrated clearly the dangers of such facilities. Under no circumstances should such plants be allowed to operate near the ocean. It is my hope that our generation will take the necessary measures so that future generations will inherit clean oceans free of contamination.

Nations with similar interests must strive for agreements on sharing and sensibly managing common stocks and fisheries on the high seas. It must be ensured that the harvesting of living marine resources can continue and that economic development and conservation go hand in hand. In order to ensure a vibrant and profitable fisheries sector, states need to introduce the principles of private enterprise in the fishing industry and make its products compete on the free market. In Iceland we have devised a market-driven fisheries management system which encompasses both conservation of our resources and their sustainable use.

The fishing stocks in the Exclusive Economic Zone around Iceland have been steadily growing since the implementation of a system of individual transferable fishing quotas in order to achieve both desired economic objectives and to protect our resources. However, fisheries in many parts of the world are overexploited. In my view, this is mainly due to the fisheries sector being inundated with government subsidies, resulting in excess fishing capacity and the distortion of market principles. No other single action could bring about such positive results, in a short time, towards achieving sustainable development in fisheries, as would the elimination of government subsidies.

I would like to note that when one reads UN publications dealing with the state of the world's fisheries one is continually confronted with the phrase "overfishing"; not fishing but overfishing. This implies firstly that fisheries everywhere are utilized to the hilt and, secondly, that states in general have failed in the management of the resources inside their economic zones. This gives a wrong picture of the situation.

I wish to draw your attention to an interesting study issued a few weeks ago by the World Wildlife Fund on the root causes of depleting fish resources in many parts of the world. The study states that overcapacity in fishing fleets is a key factor and government subsidies of this industry is another. It rightly points out the fact that one solution to this problem can be to issue each fishing vessel tradeable rights to a percentage of the catch. It goes on to say that this system has worked well in New Zealand, Australia and Iceland.

Mr. President,
In the negotiation on the Kyoto Protocol to the UN Framework Convention on Climate Change we stressed that further harnessing of Iceland's abundant clean and renewable energy sources could contribute towards the global effort to limit greenhouse gas emissions.

Iceland has for decades placed special emphasis on the utilization of clean and renewable energy sources such as geothermal energy and hydro-power. On its own accord, Iceland replaced, through extensive investment, fossil fuels for space heating and electricity generation with clean and renewable energy sources. These efforts prior to 1990 have severely limited the possibilities for Iceland to further reduce the emissions of greenhouse gases.

In our view, it must be recognized that the economy of some countries is dependent on few natural resources. They have therefore fewer options to secure their economic base vis-a-vis countries with diverse economies. It is both illogical and unfair to deny countries the right to harness and utilize clean and renewable energy. Such a result would run counter to the objective of the Convention and be incompatible with Agenda 21.


Mr. President,

This year's Substantive Session of the Economic and Social Council demonstrated clearly that the industrialized countries must make a concentrated effort to remove barriers to trade and integrate the developing countries into global markets. Many developing countries now have flourishing private sectors, competing in world markets.

Last month I had the pleasure of visiting some countries in the southern part of Africa and observe the enormous human and natural wealth of these countries, and learn first hand of the possibilities available to the people there. It is clear that peace has brought prosperity. My country is engaged in development cooperation in this area, focusing on human capacity building as well as training and education in the field of fisheries. It should be stressed that parallel to the privatization of the economy, there must be increased funding for the building up of social services, health care and education. It is my firm intention that Iceland will increase its official development assistance to our partner countries in Africa. This fall, I had the pleasure of welcoming the first students, - coming from three African countries -, of the new UN University Fisheries Training Programme in Iceland. We hope that in the future students from all parts of the world will come for training in all aspects of the fishing industry.

I would especially like draw attention to the importance of strengthening the position and role of women in society, mainly with regard to their education and active participation in the economy. In this respect we have to tackle the problem of overpopulation with comprehensive solutions.

The volatility in the world}s financial markets has led to severe recession in many countries and slowed economic growth in others. Globalization is a part of the development of the world today and for all countries of the world it entails both risks and benefits. The risks must be borne by all and the benefits must be spread evenly and widely, especially to the poorest.

Mr. President,

Our organization has seldom had more urgent tasks in preserving peace, security and human rights. I would like to express great concern over the nuclear tests, recently conducted by two countries in South Asia and I welcome recent statements that these states will adhere to the provisions of the NPT and CTBT.

War has visited many countries since we gathered here last year. The keeping of peace demands our constant vigilance. In several African countries war and ethnic tension has brought death and destruction. The cruel fate of children in war is more evident now than ever. Once again the people of the former Yugoslavia are confronted with a problem of tragic proportions. In Kosovo thousands of refugees are facing hunger and a cold winter.

Conflicts where the civilian population is targeted are abhorrent and leave scars that take a long time to heal. We now recognize that preserving peace demands more intensive measures than before, such as the strengthening of democratic institutions, policing, overseeing elections, establishing judiciary systems and monitoring human rights.

In many countries it is as though the Middle Ages have never passed and the darkness of intolerance, cruelty and human rights abuses descend on people's lives every day. The fiftieth anniversary of the Declaration of Human Rights should encourage us to be stalwart in our principles. Human rights are universal and the veil of religion and tradition can not and will not be accepted as an excuse for tolerating flagrant human rights violations.

The international community must deal successfully with problems such as terrorism and war-crimes. The world community has had to look on in horror as terrorists have cowardly targeted innocent people going about their everyday lives. We urge states to sign and ratify the counter-terrorism conventions.

The adoption of the Statute of the International Criminal Court this summer in Rome shows the firm commitment of the international community to let law take precedence over lawlessness and justice over injustice. Once the ICC is firmly in place it is our hope that criminals who commit atrocious acts such as crimes against humanity, genocide and war crimes will have no escape from the long reach of international law. We urge all states to sign and ratify the Statute.

We look forward to the effective implementation of the agreed outcome of the UN Special Session on drugs. Enhancing judicial cooperation and law enforcement cooperation is essential as well as bearing down on money laundering world wide. The elimination of illicit crops should be a high priority in the global drug control strategy.

We strongly support the Norwegian and Canadian initiative to control the proliferation of small arms and light weapons. The huge number of these weapons should be of great concern to the international community.

Mr. President,

Our organization must enter the next millennium as an effective and reformed organization, with lean management, result-based budget, increased action potential in the most vital fields, strengthened finances and a clear commitment from all member countries to pay their contributions without conditions.

Finally Mr. President,

Iceland has been committed to the ideals of the United Nations. We have always been ready to shoulder our responsibilities in every aspect of the work of the organisation, because we believe that all member countries should put their mark on events shaping the world we live in today.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta