Nr. 084, 28. september 1998: Samningur gegn hryðuverkasprengingum undirritaður af Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra.
Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 084
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirritaði í dag í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York samninginn gegn hryðjuverkasprengingum, en hann var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 15. desember 1997.
Samningurinn er mikilvægt skref í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Af þessu tilefni sagði utanríkisráðherra að stefna ætti sem fyrst að undirritun og fullgildingu allra samninga sem beinast gegn hryðjuverkum.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 28. september 1998.