Skýrsla starfshóps um nemendur með sértæka lestrar- og réttritunarerfiðleika í grunnskólum og framhaldsskólum. - október 1998
Til skólaskrifstofa og ýmissa fleiri aðila
Í febrúar 1997 skipaði menntamálaráðuneytið vinnuhóp til að fjalla um leshömlun í grunn- og framhaldsskólum. Hópurinn skilaði í október 1997 skýrslu sem ber heitið Sértæk lesröskun. Í febrúar 1998 skipaði menntamálaráðuneytið verkefnisstjórn til að gera tillögur um framkvæmd á lesskimun í grunn- og framhaldsskólum, á grundvelli tillagna áðurnefnds vinnuhóps og skilaði sá hópur áliti í júlí sl. Ráðuneytið hefur nú ákveðið að stofna framkvæmdanefnd til að þróa verkið áfram á grundvelli þeirra tillagna, sem fyrir liggja og þess fjárhagsramma sem verkefninu er ætlaður.
Hjálögð er skýrslan Sértæk lesröskun, skýrsla starfshóps menntamálaráðuneytisins um nemendur með sértæka lestrar- og réttritunarerfiðleika í grunnskólum og framhaldsskólum.
Þess er vænst að skýrslan komi að gagni í starfsemi skólaskrifstofunnar og annarra aðila sem fá skýrsluna til kynningar.
Vakin er athygli á að skýrslan er einnig á vefsíðu menntamálaráðuneytisins, www.mrn.stjr.is