Hoppa yfir valmynd
21. október 1998 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýjasta fréttabréf Evrópumiðstöðvarinnar - október 1998

Dreifibréf til grunnskóla og fleiri aðila


Íslendingar hafa tekið þátt í Evrópumiðstöð fyrir þróun í sérkennslu (European Agency for Development in Special Needs Education) frá stofnun miðstöðvarinnar 1996. Miðstöðin varð til í framhaldi af Helios verkefni Evrópusambandsins og er staðsett í Danmörku. Evrópumiðstöðin er sjálfstæð stofnun, með stjórnarfulltrúum tilnefndum frá menntamálaráðuneytum allra 17 þátttökulanda (lönd Evrópusambandsins auk Noregs og Íslands). Hvert land hefur einnig tilnefnt samstarfsaðila sem sér um að veita miðstöðinni upplýsingar og sjá um ýmis verkefni innanlands. Auk þess er starfsfólk í miðstöðinni í Danmörku og þrír verkefnisstjórar sem annast sérverkefni fyrir miðstöðina, einn í Hollandi, einn í Englandi og einn í Brussel. Alls starfa því um 8 manns í miðstöðinni auk samstarfsaðila í hverju landi. Þeir hafa flestir verið tilnefndir af menntamálaráðuneytum viðkomandi landa. Kolbrún Gunnarsdóttir hefur verið fulltrúi ráðuneytisins í Evrópumiðstöðinni, bæði sem stjórnarfulltrúi tilnefnd af ráðuneytinu og sem samstarfsaðili. Guðni Olgeirsson hefur að hluta til sinnt þessum málaflokki í veikindum Kolbrúnar.

Hjálagt er nýjasta fréttabréf Evrópumiðstöðvarinnar sem gefið hefur verið út á þjóðtungum allra þeirra landa sem aðild eiga að miðstöðinni. Einnig fylgir listi yfir tengiliði miðstöðvarinnar í hverju landi ásamt upplýsingablaði um nýjustu útgáfu miðstöðvarinnar: Blöndun fatlaðra og ófatlaðra í skólum Evrópu. Námsmöguleikar nemenda með sérþarfir. Straumar og stefnur í fjórtán Evrópulöndum. Eitt meginmarkmið með starfsemi Evrópumiðstöðvarinnar er að stuðla að umbótum í sérkennslu í Evrópu og auka samstarf Evrópulanda á því sviði.

Þess er vænst að ofangreint efni verði kynnt í stofnun yðar eða samtökum.

Einnig er bent á vefsíðu Evrópumiðstöðvarinnar: http://www.european-agency.org

(Október 1998)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta