Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 1998 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Niðurstöður upplýsingaöflunar um nýtingu starfstíma í framhaldsskólum - október 1998

    Til skólameistara og rektora framhaldsskóla



    Menntamálaráðuneytið sendir yður hjálagt niðurstöður upplýsingaöflunar um nýtingu starfstíma í framhaldsskólum á skólaárinu 1997-1998. Í þessu sambandi vill ráðuneytið minna á ákvæði 3. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 um árlegan starfstíma nemenda í framhaldsskólum og lágmarksfjölda kennsludaga. Mun menntamálaráðuneytið framvegis fylgja því eftir að framhaldsskólar uppfylli fyrrgreint ákvæði gildandi laga um framhaldskóla. Ráðuneytið telur hins vegar að líta megi svo á að síðastliðið skólaár hafi verið aðlögunartími fyrir framkvæmd fyrrgreinds ákvæðis, m.a. vegna þeirrar óvissu sem ríkti um kjarasamninga kennara þegar skólaárið 1997-1998 var skipulagt í framhaldsskólum.

Menntamálaráðuneytið, 20. október 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum