Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 1998 Matvælaráðuneytið

Staða aðstoðarforstjóra Hafrannsóknastofnunar

Fréttatilkynning


Sjávarútvegsráðherra hefur ráðið Gunnar Stefánsson aðstoðarforstjóra á vísindasviði Hafrannsóknastofnunarinnar. Gunnar er fæddur árið 1955. Hann lauk B.S. prófi í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 1978, M.S. prófi í tölfræði frá Ohio State University árið 1981 og varð doktor frá Ohio State University árið1983. Hann hefur starfað hjá Hafrannsóknastofnuninni síðan og verið formaður fiskveiðiráðgjafarnefndar stofnunarinnar frá 1992. Gunnar hefur sinnt fjölmörgum verkefnum á alþjóðavettvangi m.a. fyrir Alþjóðahafrannsóknaráðið. Eftir Gunnar hafa birst fjölmargar greinar í erlendum tímaritum. Gunnar er kvæntur Kristínu Rafnar og eiga þau tvo syni. Staða aðstoðarforstjóra var auglýst laus til umsóknar hinn 13. október s.l. og var Gunnar eini umsækjandinn.

Sjávarútvegsráðuneytið
16. nóvember 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta