Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 1998 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins - nóvember 1998

    Til sveitarstjórna, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla

    Meðfylgjandi er yfirlit um eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins eins og það birtist í ýmsum lögum og reglugerðum um skólahald. Bent er á að hér er einungis um stutt yfirlit að ræða en ráðuneytið hyggst á næstunni vinna að ítarlegri skilgreiningu. Jafnframt hyggst ráðuneytið birta viðmið fyrir úttektir á sjálfsmatsaðferðum í grunn- og framhaldsskólum sem fyrirhugaðar eru árið 2001, gera grein fyrir verkaskiptingu ráðuneytis og Hagstofu Íslands vegna öflunar tölfræðilegra upplýsinga frá skólum á öllum skólastigum og fleiru sem máli þykir skipta í þessu sambandi.

Menntamálaráðuneytið 2. nóvember 1998

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum