Hoppa yfir valmynd
9. desember 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 111, 9. desember 1998: Utanríkisráðherrafundur Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins haldinn 8. desember 1998 í Brussel.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 111

Utanríkisráðherrafundur Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins var haldinn 8. desember í Brussel. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd.

Ráðherra lagði áherslu á mikilvægi Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins sem vettvang skoðanaskipta samstarfsríkja og aðildarríkja bandalagsins. Hann staðfesti stuðning Íslands við þjálfunarverkefni og æfingar á vegum Friðarsamstarfsins (PfP), sérstaklega stofnun PfP þjálfunarmiðstöðva í samstarfsríkjum. Í þessu sambandi minnti hann á að Ísland myndi halda PfP æfingu í samvinnu við Bandaríkin á Íslandi árið 2000. Hann fagnaði stofnun Evró-Atlantshafsmiðstöðvarinnar um viðbúnað gegn aðsteðjandi vá í júní sl. Þessi miðstöð hefði þegar tekið þátt í aðstoð við flóttamenn í Kosóvó og Albaníu í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Ísland væri tilbúið að styðja starfsemi þessarar miðstöðvar.

Meðfylgjandi er samantekt aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, formanns Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins frá fundinum.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 9. desember 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta