Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 1999 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sérkennslufræðileg ögrun á umbrotatímum; 20. norræna ráðstefnan um sérkennslu 5. -7. ágúst 1999 í Stavanger - desember 1998

Sérkennslufræðileg ögrun á umbrotatímum
20. norræna ráðstefnan um sérkennslu 5. -7. ágúst 1999 í Stavanger.



Hjálagt er kynningarrit um 20. norrænu ráðstefnuna um sérkennslu sem haldin verður í Stavanger 5.-7. ágúst 1999. (Hægt er að fá kynningarrit í ráðuneytinu).

Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar óskaði eftir því að menntamálaráðuneytið kæmi þessu upplýsingariti á framfæri til þeirra sem málið varðar hér á landi.

Þema ráðstefnunnar er skóli fyrir alla. Markmiðið er að gera grein fyrir helstu nýjungum, þróunarvinnu og rannsóknum á sviði menntamála, námskrárvinnu og kennaramenntunar á Norðurlöndum í þessum málaflokki.

Ráðstefnan er ætluð kennurum, sérkennurum, fræðimönnum, samtökum á þessu sviði, og öðrum sem vinna að menntunarmálum barna, unglinga og fullorðinna með sérþarfir.



(Desember 1998)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum