Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 1999 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisvefurinn opnaður

Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra opnaði í dag Umhverfisvefinn, sem ætlað er að verða upplýsingamiðstöð um umhverfismál á netinu fyrir skólafólk og almenning. Umhverfisvefurinn mun vera fyrsti vefur sinnar gerðar á íslensku, sem er í senn efnisflokkaður og gagnvirkur, en slóðin á hann er: http://www.umvefur.is.

Umhverfisvefurinn var settur upp að tilhlutan umhverfisfræðsluráðs, sem umhverfisráðherra setti á fót árið 1998 til að efla og samræma starf að umhverfisfræðslu. Á Umhverfisvefnum er nú að finna slóðir á 85 vefsíður, sem flokkaðar eru eftir efni í 32 flokka, s.s.: Andrúmsloftið (3 tengingar), Landgræðsla (3), Mengun hafsins (6), Náttúruvernd (7) og Umhverfishagfræði (3). Vefurinn er gagnvirkur, þannig að notendur geta skráð nýjar síður á vefinn. Umhverfisfræðsluráð vonast til þess að Umhverfisvefurinn verði ekki einungis hentugur leiðarvísir um vefsíður sem þegar eru til á Íslandi um umhverfismál, heldur verði hann hvatning til skólamanna og annarra til þess að hanna nýtt kennslu- og fræðsluefni, sem síðan er hægt að tengja inn á vefinn.

Það var Íslenska menntanetið sem sá um tæknivinnu og uppsetningu Umhverfisvefsins, sem byggir á íslenskun á erlendum hugbúnaði.

Fréttatilkynning nr. 2/1999
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta