Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 1999 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Upplýsingagjöf um eyðslu nýrra fólksbíla

Umhverfisráðuneytið, Bílgreinasambandið og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hafa gert með sér samkomulag um upplýsingagjöf um eyðslu nýrra fólksbíla. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra skrifaði í dag undir samkomulagið ásamt Boga Pálssyni, formanni Bílgreinasambandsins og Árna Sigfússyni, formanni Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Í samkomulaginu segir að í sýningarsölum bifreiðainnflytjenda í Bílgreinasambandinu skuli liggja frammi upplýsingar um eldsneytisnotkun nýrra fólksbíla í samræmi við kröfur sem gerðar eru á Evrópska efnahagssvæðinu. Bílgreinasambandið og Félag íslenskra bifreiðaeigenda munu með stuðningi umhverfisráðuneytisins gefa árlega út bækling með upplýsingum um eyðslu nýrra fólksbíla og öðru því tengdu. Í bæklingnum skal einnig gerð grein fyrir þróun varðandi mengun í útblæstri og eldsneytisnotkun bifreiða. Bæklingurinn mun liggja frammi í sýningarsölum bifreiðainnflytjenda í Bílgreinasambandinu og verður dreift til félaga í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Stefnt er að því að fyrsti bæklingurinn komi út eigi síðar en 1. október 1999.

Fréttatilkynning nr. 5/1999
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta