Hoppa yfir valmynd
2. mars 1999 Matvælaráðuneytið

Aukning loðnukvótans. 02.03.99

Aukning loðnukvótans


Ráðuneytið hefur í samráði við stjórnvöld í Noregi og Grænlandi ákveðið að leyfilegt heildarmagn á yfirstandandi loðnuvertíð verði 1.200 þús. lestir, en bráðabirgðakvótinn hafði verið ákveðinn 950 þús. lestir. Þetta er um það bil 220 þús. lestum minna magn en lagt var til grundavallar þegar bráðabirgðakvótinn var ákveðinn í upphafi vertíðar og vantar það magn á til að Ísland fái sína hlutdeild úr heildarmagninu, miðað við samning landanna um skiptingu heildarmagnsins. Í upphafi næstu vertíðar verður hlutur Íslands réttur í samræmi við ákvæði samningsins.

Aukningin á loðnukvótanum er 250 þús. lestir og kemur hún öll í hlut íslenskra loðnuskipa. Auk þess fá íslensku skipin til viðbótar rétt um 56 þús. lestir sem ónýttar voru úr kvóta Noregs og Grænlands. Íslensku skipunum hafði verið úthlutað 688.200 lestum í upphafi vertíðar og verður því heildarkvóti þeirra eftir þessa aukningu 994.700 lestir.


Sjávarútvegsráðuneytið
2. mars 1999.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum