Hoppa yfir valmynd
9. mars 1999 Matvælaráðuneytið

Ný reglugerð um friðun hrygningarþorsks á vetrarvertíð 1999. 09.03.99

Ný reglugerð
um friðun hrygningarþorsks
á vetrarvertíð 1999


Hinn 18. febrúar gaf ráðuneytið út reglugerð um friðun hrygningarþorsks á vetrarvertíð 1999. Þar sem nú hafa borist óskir um endurskoðun hennar hefur ráðuneytið, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar og hagsmunaaðila, gefið út nýja reglugerð um friðunina. Samkvæmt henni verður skipan mála með eftirfarandi hætti:

a) Á tímabilinu frá og með 1. apríl til kl. 10 að morgni 15. apríl 1999 eru allar veiðar óheimilar á eftirgreindum svæðum:

Fyrir Suður- og Vesturlandi á svæði sem að austan markast af línu sem dregin er réttvísandi í austur frá Stokksnesi og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi 250° frá Skorarvita. Frá Stokksnesi markast svæðið að utan af línu sem dregin er í 12 sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu í punkt í 12 sjómílna fjarlægð suður frá Lundadrangi. Þaðan er línan dregin í punkt 63°08'0 N og 19°57'0 V og þaðan í 4ra sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Surtsey í punkt í 5 sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Geirfugladrangi. Þaðan er línan dregin í 5 sjómílna fjarlægð utan við Geirfugladrang í punkt 64°43'7 N og 24°12'0 V og þaðan í 64°43'7 N og 24°26'0 V og síðan í punkt í 24,3 sjómílna fjarlægð 250° réttvísandi frá Skorarvita.

Fyrir Suðvesturlandi á svæði sem að austan markast af 21°V, að sunnan af 63°05'N og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi í suðvestur frá Reykjanesaukavita.

b) Á tímabilinu frá kl. 10 að morgni 15. apríl til kl. 10 að morgni 21. apríl 1999 eru allar veiðar óheimilar á svæði fyrir Suður- og Vesturlandi, sem að austan markast af línu sem dregin er réttvísandi 90° frá Stokksnesi og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi 250° frá Skor. Frá línu réttvísandi 90° frá Stokksnesi að línu réttvísandi 270° frá Garðskagavita markast svæðið að utan af línu sem dregin er í 4ra sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins. Þaðan markast ytri mörk svæðisins af línu sem dregin er um punkta sem eru í 4ra sjómílna fjarlægð í tilgreindar réttvísandi stefnur frá eftirgreindum stöðum:
                    1. 270° frá Hjörsey
                    2. 180° frá Malarrifsvita
                    3. 270° frá Tröllakirkju
                    4. 270° frá Öndverðarnesvita
                    5. 360° frá Öndverðarnesvita
                    6. 360° frá Töskuvita við Rif
                    7. 250° frá Skorarvita

c) Á tímabilinu frá og með 1. apríl til kl. 10 að morgni 21. apríl 1999 eru allar veiðar bannaðar innan þriggja sjómílna frá fjörumarki meginlandsins fyrir Norður- og Austurlandi frá línu réttvísandi norður frá Horni að línu réttvísandi í austur frá Stokksnesi.

Með þessu móti kæmu páskarnir inn í friðunartímabilið en veiðar yrðu aftur á móti heimilar utan 4ra sjómílna frá og með 15. apríl. Fyrirkomulag þetta er svipað og var á síðustu vertíð, a.ö.l. en því að nú er gert ráð fyrir að stærra svæðið verði lokað fyrri hluta tímabilsins en á síðustu vertíð var því öfugt farið.

Sjávarútvegsráðuneytið 5. mars 1999

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum