Hoppa yfir valmynd
7. apríl 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 023, 7. apríl 1999: Aðstoð við flóttamenn frá Kosovó.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 023

Svo sem kunnugt er af fréttum ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum í gær að veita tíu milljónum króna til aðstoðar við flóttamenn frá Kosovó, þ.e. fimm milljónum til hjálparstarfs Rauða krossins og fimm milljónum til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt ákvað ríkisstjórnin að taka á móti allt að 100 flóttamönnum frá Kosovó til bráðabirgðadvalar á Íslandi. Ennfremur voru samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar send hjálpargögn fyrir flóttafólk; 1200 ullarteppi, vatnsbirgðir, matarílát og dýnur. Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug með þessi hjálpargögn til Skopje, höfuðborgar Makedóníu, og var hún affermd þar um hádegi í dag. Ákveðið var að freista þess að nýta ferðina til baka og gefa um tuttugu flóttamönnum kost á því að fljúga með til Íslands.
Eftir samráð við fulltrúa Flóttamannastofnunar S.þ. í Skopje og yfirvöld í Makedóníu eru fjórar fjölskyldur, alls 23 Kosovó-Albanir, nú á leiðinni til Íslands með flugvél Landhelgisgæslunnar. Áætluð koma til landsins er síðdegis á morgun.
Ákvörðun um komu fleiri flóttamanna verður tekin síðar.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 7. apríl 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta