Hoppa yfir valmynd
23. apríl 1999 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Bókmenntir á samræmdu prófi í íslensku í 10. bekk vorið 2000 - apríl 1999

Bókmenntir á samræmdu prófi í íslensku í 10. bekk vorið 2000


Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að prófað verði úr einni fornsögu og einni nútímaskáldsögu í bókmenntaþætti samræmds prófs í íslensku vorið 2000.
    Bókmenntahluti samræmda prófsins í íslensku vorið 2000 verður miðaður við að nemendur hafi lesið eftirtalin verk:
    1. Annaðhvort Gísla sögu Súrssonar eða Grettis sögu Ásmundarsonar.
    2. Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson.

    Ráðuneytið hefur óskað eftir því að Námsgagnastofnun hafi þessar bækur á boðstólum.
    Nánari upplýsingar um samræmt próf í íslensku í 10. bekk vorið 2000 verða sendar síðar frá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála.
Sérstakur starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að tillögum um uppbyggingu á samræmdu prófi í íslensku í 10. bekk í ljósi nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Niðurstöður hópsins liggja ekki fyrir þannig að skipan bókmenntahluta prófsins verður árið 2000 með sama hætti og 1999. Gert er ráð fyrir breytingum á bókmenntaþætti prófsins árið 2001 og verða þær kynntar sérstaklega.

(Apríl 1999)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum