Umhverfisviðurkenningar til fyrirtækja og fjölmiðla
Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra afhenti í dag viðurkenningar umhverfisráðuneytisins til fyrirtækja og fjölmiðla á Degi umhverfisins, 25. apríl, á Café Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal. Sérstakar dómnefndir völdu verðlaunahafana.
Viðurkenningu umhverfisráðuneytisins til fyrirtækja fyrir árið 1998 hlaut Olíufélag Íslands hf. Einnig var afhent viðurkenning fyrir árið 1997 og hlaut þau Haraldur Böðvarsson hf.
Verðlaun til fjölmiðla fyrir góða umfjöllun um umhverfismál hlutu Útgáfufélag Glettings, tímarits um austfirsk málefni, fyrir Snæfellsblað Glettings og Morgunblaðið fyrir greinaflokkinn Landið og orkan, sem unninn var af Rögnu Söru Jónsdóttur og Ragnari Axelssyni.
Viðurkenningu umhverfisráðuneytisins til fyrirtækja fyrir árið 1998 hlaut Olíufélag Íslands hf. Einnig var afhent viðurkenning fyrir árið 1997 og hlaut þau Haraldur Böðvarsson hf.
Verðlaun til fjölmiðla fyrir góða umfjöllun um umhverfismál hlutu Útgáfufélag Glettings, tímarits um austfirsk málefni, fyrir Snæfellsblað Glettings og Morgunblaðið fyrir greinaflokkinn Landið og orkan, sem unninn var af Rögnu Söru Jónsdóttur og Ragnari Axelssyni.
Fréttatilkynning nr. 6/1999
Umhverfisráðuneytið