Nr. 037, 6. maí 1999: Undirritun yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Singapúr.
Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 037
Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, Þorsteinn Ingólfsson, og fastafulltrúi Singapúr, Kishore Mahbubani, undirrituðu hinn 4. maí 1999 yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Singapúr.
Ræðissamband hefur verið milli landanna frá árinu 1977, þegar íslenskur aðalræðismaður var skipaður í Singapúr.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 6. maí 1999.