Hoppa yfir valmynd
7. maí 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 038: 7. maí 1999: Ísland tók við formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins í dag 7. maí 1999.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 038

Ísland tók í dag við formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins á sérstökum hátíðarfundi þess í Búdapest. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra var í fyrirsvari fyrir Ísland á fundinum í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra.
Í ávarpi sínu áréttaði dómsmálaráðherra mikilvægi starfs Evrópuráðsins á sviði mannréttinda og eflingar lýðræðisþróunar í álfunni.
Hann fjallaði um aukið hlutverk ráðsins í kjölfar stækkunar þess eftir lok kalda stríðsins en Evrópuráðið hefur gegnt mikilvægu hlutverki við aðlögun ríkja Mið- og Austur Evrópu að lýðræðislegum stjórnarháttum. Jafnframt lagði dómsmálaráðherra áherslu á hlutverk Evrópuráðsins við uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Kosovo að átökunum loknum.
Í máli sínu lagði hann sérstaka áherslu á mikilvægi þess að aðildarríkin stæðu við þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist með aðild að ráðinu.
Stækkun Evrópuráðsins mætti ekki leiða til lakari mælikvarða á sviði mannréttinda. Að lokum áréttaði dómsmálaráðherra að aðildarríkin treystu fjárhagslegan grundvöll stofnunarinnar.
Utanríkisráðherra mun kynna áhersluatriði Íslands vegna formennskunnar á fundi í Strasbourg 19. maí nk.
Hjálagt fylgir útdráttur úr ávarpi dómsmálaráðherra. Einnig fylgir með yfirlýsing formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins um Kosovo.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 7. maí 1999.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta