Staðfesting Svæðisskipulags miðhálendisins
Umhverfisráðherra hefur í dag staðfest Svæðisskipulag miðhálendis Íslands til 2015. Þar með er mikilvægum áfanga náð í skipulagsmálum miðhálendisins. Með bráðabirgðaákvæði laga nr. 73/1993 við eldri skipulagslög var sett á laggirnar svæðisskipulagsnefnd miðhálendis Íslands, þar sem sæti áttu einn fulltrúi tilnefndur af héraðsnefndum þeim er lágu að miðhálendinu.
Tillaga nefndarinnar var auglýst á tímabilinu 6. júní – 10. desember 1997. Athugasemdir bárust frá tæplega 100 aðilum, einstaklingum, félagasamtökum, sveitarfélögum, stofnunum og ráðuneytum. Litið er á allar framkomnar athugasemdir sem viðbætur við forsendur skipulagsins sem ásamt umsögnum samvinnunefndarinnar er fylgirit C. Endanlega afgreiddi samvinnunefndin skipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar á 24. fundi sínum þann 24. nóvember 1998, þar sem óskað var staðfestingar ráðherra. Skipulagsstofnun afgreiddi tillöguna með ítarlegri greinargerð til ráðherra dags. 9. apríl 1999 þar sem stofnunin mælti með staðfestingu skipulagstillögunnar.
Alþingi samþykkti í mars síðastliðnum lög um breytingu á skipulags- og byggingarlögum þar sem mælt er fyrir um stofnun sérstakrar Samvinnunefndar miðhálendis. Skal hún annast endurskoðun svæðisskipulags miðhálendis og gæta þess að samræmi sé innbyrðis með aðalskipulagstillögum einstakra sveitarfélaga á svæðinu og að samræmi sé á milli þeirra og svæðisskipulags miðhálendisins. Umhverfisráðherra hefur óskað eftir tilnefningum í nefndina og verður nefndin skipuð strax og þær hafa borist.
Tillaga nefndarinnar var auglýst á tímabilinu 6. júní – 10. desember 1997. Athugasemdir bárust frá tæplega 100 aðilum, einstaklingum, félagasamtökum, sveitarfélögum, stofnunum og ráðuneytum. Litið er á allar framkomnar athugasemdir sem viðbætur við forsendur skipulagsins sem ásamt umsögnum samvinnunefndarinnar er fylgirit C. Endanlega afgreiddi samvinnunefndin skipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar á 24. fundi sínum þann 24. nóvember 1998, þar sem óskað var staðfestingar ráðherra. Skipulagsstofnun afgreiddi tillöguna með ítarlegri greinargerð til ráðherra dags. 9. apríl 1999 þar sem stofnunin mælti með staðfestingu skipulagstillögunnar.
Alþingi samþykkti í mars síðastliðnum lög um breytingu á skipulags- og byggingarlögum þar sem mælt er fyrir um stofnun sérstakrar Samvinnunefndar miðhálendis. Skal hún annast endurskoðun svæðisskipulags miðhálendis og gæta þess að samræmi sé innbyrðis með aðalskipulagstillögum einstakra sveitarfélaga á svæðinu og að samræmi sé á milli þeirra og svæðisskipulags miðhálendisins. Umhverfisráðherra hefur óskað eftir tilnefningum í nefndina og verður nefndin skipuð strax og þær hafa borist.
Fréttatilkynning nr. 8/1999
Umhverfisráðuneytið
Umhverfisráðuneytið