Nr. 047, 21. maí 1999.Ávarp utanríkisráðherra á sameiginlegri ráðstefnu Evrópuráðsins og ÖSE
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 047
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og formaður ráðherranefndar Evrópuráðsins flutti í dag ávarp á sameiginlegri ráðstefnu Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Bergen í Noregi. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði Noregs sem nú gegnir formennsku í ÖSE og Íslands sem hefur formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins. Í ávarpi sínu áréttaði utanríkisráðherra mikilvægi þess að virða bæri menningu annarra þjóða og þjóðarbrota ásamt því að leggja rækt við margbreytilega menningararfleifð Evrópu. Hann fjallaði um starfsemi Evrópuráðsins á sviði menningarmála og þá stefnumótun sem á sér stað innan menningarnefndar Evrópuráðsins. Utanríkisráðherra lýsti yfir ánægju sinni yfir þessu sameiginlega framtaki ríkjanna beggja en Ísland leggur m.a. áherslu á aukið samstarf Evrópuráðsins og ÖSE á formennskutímabili Íslands.
Ræða utanríkisráðherra er hjálögð.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. maí 1999.