Leyfilegur heildarafli á fiskveiðiárinu 1999/2000
Leyfilegur heildarafli
á fiskveiðiárinu 1999/2000
Sjávarútvegsráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 1. september 1999 til 31. ágúst 2000.
Reglugerðin fylgir hér með.
Sjávarútvegsráðuneytið
25. maí 1999.
REGLUGERÐ
um leyfilegan heildarafla
á fiskveiðiárinu 1999/2000.
1. gr.
Fyrir fiskveiðiárið 1. september 1999 til 31. ágúst 2000 er leyfilegur heildarafli sem hér segir:25. maí 1999.
REGLUGERÐ
um leyfilegan heildarafla
á fiskveiðiárinu 1999/2000.
1. gr.
Tegund | Lestir |
Þorskur | 250.000 |
Ýsa. | 35.000 |
Ufsi: | 30.000 |
Karfi: | 60.000 |
Grálúða: | 10.000 |
Steinbítur: | 13.000 |
Skarkoli: | 3.000 |
Langlúra: | 1.100 |
Sandkoli: | 7.000 |
Skrápflúra: | 5.000 |
Þykkvalúra | 1.400 |
Síld: | 100.000 |
Úthafsrækja: | 20.000 |
Humar: | 1.200 |
Hörpudiskur: | 9.800 |
Innfjarðarækja: | 3.200 |
Ákvörðun um leyfilegan heildarafla fyrir úthafsrækju og innfjarðarækju verður endurskoðuð að fengnum nýjum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 3. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.Sjávarútvegsráðuneytinu, 25. maí 1999.