Hoppa yfir valmynd
8. júní 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 053A, 08.06.1999:Varnaræfingin Norður Víkingur 99

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu




Nr. 053A

Varnaræfingin Norður Víkingur 99 verður haldin dagana 19.-28. júní n.k. Æfingin er haldin annað hvert ár á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 og samkvæmt bókun við hann frá 1996.

Þann 10. júní n.k. er ráðgert að þyrluverkefnið Norður Nágranni 99 muni hefjast, en verkefnið tengist Norður Víking 99. Um er að ræða samstarfsverkefni varnarmálaskrifstofu og Varnarliðsins þar sem flutningsþyrlur þær er taka þátt í Norður Víkingi 99 eru nýttar til borgaralegra flutningsverkefna víðsvegar um landið.

Miðvikudaginn 9. júní n.k. kl: 13:30 verður haldinn blaðamannafundur í utanríkisráðuneytinu. Fulltrúar varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóra, Flugmálastjórnar og Varnarliðsins munu gera grein fyrir varnaræfingunni Norður Víkingur 99 og þyrluverkefninu Norður Nágranni 99.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 8. júní 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta