Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum
Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum
Af þeim rúmlega 60 síldarbátum sem leyfi fengu til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í maí sl. hafa 15 bátar ekki enn hafið veiðar. Þá hafa veiðar einstakra skipa gengið misjafnlega vel.
Í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur á síðustu árum um göngu síldarinnar og veiðimöguleika í júní, hefur ráðuneytið ákveðið að endurúthlutað verði 30.000 lestum til þeirra skipa sem veitt hafa 50% eða meira af þegar úthlutuðum aflaheimildum, miðað við 16. júní n.k.
Þegar úthlutaðar aflaheimildir verða ekki skertar en hins vegar er Fiskistofu falið að stöðva veiðar allra skipanna þegar leyfilegum heildarafla, 202.000 lestum, er náð. Ákvörðun þessi er tekin í því skyni að stuðla að því að veiðiheimildir Íslendinga úr þessum stofni nýtist sem best.
Sjávarútvegsráðuneytið
9. júní 1999.
9. júní 1999.