Nr. 054, 10. júní 1999. Viðtalstímar sendiherra
Nr. 054
Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands þegar þeir eru staddir hérlendis til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Viðtalstímar verða sem hér segir:
Þriðjudagur 15. júní 1999
Kornelíus Sigmundsson, sendiherra Íslands í Finnlandi, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 15. júní n.k. kl. 09 til 12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Eistlands, Lettlands og Úkraínu.
Fimmtudagur 24. júní 1999
Ólafur Egilsson, sendiherra Íslands í Kína, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn 24. júní n.k. kl. 09 til 12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Ástralíu, Indónesíu, Japans, Mongólíu, Norður-Kóreu, Nýja-Sjálands, Suður-Kóreu, Taílands og Víetnam.
Þriðjudagur 29. júní 1999
Svavar Gestsson, aðalræðismaður Íslands í Kanada, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 29. júní n.k. kl. 09 til 12 eða eftir nánara samkomulagi.
- Þriðjudagur 13. júlí 1999
Jón Egill Egilsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu sama dag, þriðjudaginn 13. júlí n.k. kl. 09 til 12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Armeníu, Aserbaídsjan, Búlgaríu, Georgíu, Moldóvu, Rúmeníu, Túrkmenistan og Úsbekistan.
Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu sama dag, þriðjudaginn 13. júlí n.k. kl. 09 til 12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiskrifstofunnar nær einnig til Bahamaeyja, Barbadoseyja, Grenada og Kúbu.
Miðvikudagur 4. ágúst 1999
Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Danmörku, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 4. ágúst n.k. kl. 09 til 12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Bosníu-Hersegóvínu, Litháen og Tyrklands.
Þriðjudagur 17. ágúst 1999
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 17. ágúst n.k. frá kl. 09 til 12 eða eftir nánari samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Belgíu, Lúxemborg og Liechtenstein.
Benedikt Jónsson, fastafulltrúi Íslands hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu sama dag, þriðjudaginn 17. ágúst n.k. frá kl. 09 til 12 eða eftir nánari samkomulagi. Sendiskrifstofan fer einnig með fyrirsvar Íslands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í Genf og Ísland er aðili að.
Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í síma 560-9900.
10. júní 1999