Fréttatilkynning: Starfsræksla öryggisþjónustu í atvinnuskyni
Starfsræksla öryggisþjónustu í atvinnuskyni
Að gefnu tilefni vekur dóms- og kirkjumálaráðuneytið athygli lögreglustjóra og fjölmiðla á eftirfarandi:
Samkvæmt 1. gr. laga um öryggisþjónustu nr. 58 22. maí 1997 þarf leyfi ráðherra til að annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni. Samkvæmt lögunum og reglugerð um öryggisþjónustu, nr. 340 6. júní 1997, getur öryggisþjónusta falist í a) eftirliti með lokuðum svæðum og svæðum opnum almenningi, hvort heldur sem er með eftirlitsferðum vaktmanna eða myndavélum, b) flutningi verðmæta, c) taka við og sinna boðum frá einstaklingum um aðstoð, d) taka við og sinna boðum frá viðvörunarkerfum vegna eldsvoða, vatnsleka, innbrots, hitastigs, rafmagnsleysis eða dæluvirkni og e) vernd einstaklinga með lífvörðum.
Skilyrði fyrir útgáfu leyfis og gögn sem þurfa að fylgja umsókn um starfsleyfi koma fram í áðurnefndum lögum og reglugerð, sem fylgja hjálagðar. Lögin öðluðust gildi 1. júlí 1997 og frá þeim tíma hafa eftirtalin fyrirtæki og einstaklingar fengið starfsleyfi til að annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni:
Björn Vignir Björnsson f.h. Öryggisþjónustu Blönduóss
Húnabraut 13
Blönduósi
Leyfi skv. a., c. og d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Guðmundur Th. Ólafsson f.h. Öryggisþjónustu Suðurnesja
Hafnargötu 48a
Reykjanesbæ
Leyfi skv. a., c. og d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Heiðmörk ehf.
Bíldshöfða 12
Reykjavík
Leyfi skv. a., c. og d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Ragnheiður Jónsdóttir f.h. Öryggisþjónustu Sauðárkróks
Raftarhlíð 80
Sauðárkróki
Leyfi skv. a., c. og d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Securitas Akureyri ehf.
Tryggvabraut 10
Akureyri
Leyfi skv. a.-d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Securitas ehf.
Síðumúla 23
Reykjavík
Leyfi skv. a.-d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Vaktþjónusta Grundarfjarðar ehf.
Hellnafelli 4
Grundarfirði
Leyfi skv. a., c. og d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Vaktþjónustan Vökustaur ehf.
Höfðagötu 15
Stykkishólmi
Leyfi skv. a., c. og d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Vari ehf.
Þóroddsstöðum við Skógarhlíð
Reykjavík
Leyfi skv. a., c.-e. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Vilhjálmur Jóhannes Bergsteinsson
Ásavegi 22
Vestmannaeyjum
Leyfi skv. a. og d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Þórarinn Grímsson
Knarrarbergi 8
Þorlákshöfn
Leyfi skv. a.-d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Öryggismiðstöð Íslands hf.
Knarrarvogi 2
Reykjavík
Leyfi skv. a.-e. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Öryggisvarslan ehf.
Hlíðartúni 5
Höfn
Leyfi skv. a.-d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Öryggisþjónustan hf.
Malarhöfða 2
Reykjavík
Leyfi skv. a. og c.-d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.
Öryggisþjónustan í Snæfellsbæ ehf.
Sandholti 7
Ólafsvík
Leyfi skv. a., c. og d. liðum 1. gr. reglugerðar um öryggisþjónustu.