Hoppa yfir valmynd
16. júní 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 056, 16. júní 1999. Árlegur utanríkisráðherrafundur Eystrasaltsráðsins í Palanga í Litháen.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu
________


Nr. 056

Árlegur utanríkisráðherrafundur Eystrasaltsráðsins var haldinn í Palanga í Litháen 14.-15. júní. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir hönd Íslands.

Á fundinum var m.a. rætt um hlutverk Eystrasaltsráðsins í næstu framtíð, eflingu samskipta þeirra ríkja sem aðild eiga að ráðinu og aukin tengsl þess við Evrópusambandið. Á dagskrá voru einnig samgöngumál, orku- og umhverfismál sem og mannréttinda- og menntamál.

Halldór Ásgrímsson ræddi m.a. um lýðræðis- og mannréttindamál á fundinum og lagði áherslu á að Eystrasaltsríkin hefðu þau málefni áfram á sinni dagskrá. Hann kynnti jafnframt væntanlega ráðstefnu um konur og lýðræði sem íslensk stjórnvöld standa fyrir í október nk. í samvinnu við bandarísk stjórnvöld og Norræna ráðherraráðið. Þá ræddi utanríkisráðherra einnig um menntamál og vék að umhverfismálum.

Á fundinum í Palanga tóku Norðmenn við formennsku í Eystrasaltsráðimu af Litháum.

Meðfylgjandi er yfirlýsing ráðherrafundarins.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 16. júní 1999.







Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta