Samgönguráðherra hefur skipað nýjan fulltrúa auk tveggja nýrra varafulltrúa í Siglingaráð sem munu taka til starfa frá og með 22.júní 1999. Í ráðið sjálft var skipaður Ásbjörn Óttarsson en Þór Magnússon og Kristinn Ó. Jónsson voru skipaðir sem varamenn
Samkvæmt lögum um skipun í siglingaráð skulu þar sitja ellefu fulltrúar og jafnmargir varamenn. Þar af skulu þrír fulltrúar skipaðir án tilnefningar að loknum alþingiskostningum og skal einn þeirra vera formaður ráðsins. Átta fulltrúar skulu síðan vera skipaðir til allt að fjögurra ára skv.lögum nr. 6/1996.
Eftir að nýr ráðherra tekur við embætti eiga breytingar aðeins sér stað á ráðherraskipuðum fulltrúum.
Siglingaráð er skipað frá og með 1.febrúar 1997 til og með 31. janúar 2001, en þeir sem hljóta tilnefningu ráðherra eru skipaðir frá og með 22. júní og þar til að loknum næstu alþingiskostningum. Munu það því nú vera fyrrnefndir aðilar þ.e.a.s. Ásbjörn Óttarsson , Þór Magnússon og Kristinn Ó Jónsson. Í ráðinu auk þeirra sitja þau Ragnhildur Hjaltadóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Guðjón Ármann Einarsson, Steinar Viggósson , Jónas Haraldsson, Örn Pálsson, Ólafur J. Briem, Sævar Gunnarsson, Gunnar Tómasson og Helgi Laxdal Magnússon.
|