Hoppa yfir valmynd
15. júlí 1999 Matvælaráðuneytið

Áhrif Kvótaþings og Verðlagsstofu á íslenskan sjávarútveg. 15.07.99

Fréttatilkynning

Áhrif Kvótaþings og Verðlagsstofu
á íslenskan sjávarútveg



Tilboðsmarkaður með aflamark hefur nú verið starfræktur í tæpt ár eða frá 1. september 1998. Tilboðsmarkaðurinn var settur á fót með lögum nr. 11/1998 um Kvótaþing. Samkvæmt þeim er meginreglan sú að útvegsmenn geta aðeins flutt aflamark á milli skipa að undangengnum viðskiptum á Kvótaþingi. Einnig hefur verið starfandi síðan í júní 1998 skv. lögum nr. 13/1998 Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Hlutverk Verðlagsstofu er að stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna.

Sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen hefur, í samræmi við bráðabirgðaákvæði I með lögum um Kvótaþing og Verðlagsstofu, hafið könnun á því hvaða áhrif lögin hafa haft á íslenskan sjávarútveg, sérstaklega stöðu og möguleika einstaklingsútgerðarinnar. Dr. Birgi Þór Runólfssyni, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands hefur verið falið verkið. Mun ráðherra fyrir lok þessa árs leggja fyrir Alþingi skýrslu þar sem niðurstöður könnunarinnar verða birtar.
Sjávarútvegsráðuneytið
15. júlí 1999


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum