Nr. 068, 19. ágúst 1999. Jarðskjálftar í Tyrklandi - Íslensk björgunarsveit
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 068
Utanríkisráðuneytið hefur, í samráði við önnur stjórnvöld og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, ákveðið að senda tíu manna björgunarsveit til Tyrklands í kvöld. Sveitin mun starfa að björgunar- og leitarstörfum undir stjórn samræmingarstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Tyrkalandi (OSOCC - On Site Operations Coordination Center). Sólveig Þorvaldsdóttir, jarðskjálftaverkfræðingur og framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, mun veita sveitinni forystu.
Í björgunarsveitinni eru Tómas Tómasson, Magnús Þórsson og Kristján Birgisson, sem munu stjórna leitarmyndavél, Guðjón S. Guðjónsson, Þór Magnússon og Þorsteinn Þorkelsson sem stjórna munu hlustunarleitartæki. Jafnframt eru í sveitinni tveir sérþjálfaðir bráðatæknar (paramedics), þeir Lárus Petersen og Höskuldur Friðriksson ásamt Jóhanni Valtýssyni lækni.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 19. ágúst 1999.