Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 1999 Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegsráðherra Rússlands, Nikolay A. Érmakov í opinberri heimsókn. 19.08.99

Fréttatilkynning


Sjávarútvegsráðherra Rússlands, Nikolay A. Érmakov í opinberri heimsókn


Sjávarútvegsráðherra Rússlands Nikolay A. Érmakov er væntanlegur til landsins í kvöld í opinbera heimsókn í boði Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ásamt sendinefnd.

Ráðherrarnir funda m.a. um veiðar Íslendinga í Barentshafi og annað er lýtur að framkvæmd nýgerðs samnings milli Íslands, Noregs og Rússlands. Auk þess munu ráðherrarnir ræða samstarf á alþjóðavettvangi, þ.á.m. varðandi fiskstofna sem bæði ríkin nýta. Érmakov mun einnig hitta Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Þá mun sendinefndin kynna sér íslenskan sjávarútveg og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Í því skyni mun sendinefndin kynna sér starfsemi ÚA, Slippstöðvarinnar, Háskólans á Akureyri og Trefja í Hafnarfirði auk þess að hitta fulltrúa nokkurra fyrirtækja og stofnana.
Sjávarútvegsráðuneytið
19. ágúst 1999

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum