Norrænar leikreglur um markaðssetningu á Internetinu
Norræna ráðherranefndin
Neytendamálaráðherrar
FRÉTTATILKYNNING
Reykjavík, 25. ágúst 1999
Mótaðar hafa verið reglur um markaðssetningu sem beint er að börnum og ungmennum á Internetinu. Þeir ráðherrar Norðurlanda sem ábyrgð bera á neytendamálum hafa í dag samþykkt reglurnar og eiga þær síðar að skapa grunninn að sameiginlegu framtaki innan ESB. Ráðherrarnir hvetja stjórnendur atvinnufyrirtækja og aðra sem starfa að markaðssetningu, sem beint er að börnum og ungmennum, til að fara eftir neðangreindum 9 reglum og líta á þær sem leiðbeiningar á Norðurlöndum.
Núgildandi lög eru ekki aðlöguð nýjustu þróun á sviði tölvutækni og neytendahópar, svo sem t.d. börn og ungmenni eru áhrifagjarn markhópur á netinu. Um markaðssetningu á Internetinu sem ætluð er börnum og ungmennum ber að hlíta eftirfarandi reglum:
1. Markaðssetningin á fyrst og síðast að fullnægja goðum almennum venjum í markaðssetningu.
2. Markaðssetningin skal vera auðþekkjanleg sem slík. Það þýðir að henni skal hagað þannig að markhópnum – börnum og ungmennum – sé ljóst að um markaðssetningu er að ræða. Skýrar upplýsingar skulu birtar um þann sem markaðssetur.
3. Í markaðssetningunni skulu ekki vera atriði sem hætta er á að verði börnum til tjóns.
4. Markaðssetningin skal hæfa þroskastigi markhópsins og má ekki höfða til eðlislægrar trúgirni barna eða skorts á reynslu. Ekki er heimilt að misnota tilfinningu barna fyrir hollustu í markaðssetningu.
5. Í tilvikum þegar skemmtiatriði eru hluti af markaðssetningunni – svo sem t.d. leikur, spil og þvíumlíkt – er ekki heimilt að samþætta skemmtunina eða rjúfa með auglýsingum.
6. Ekki má hvetja börn og ungmenni til að skila inn upplýsingum um sig, heimilið eða aðra einstaklinga. Ekki má krefja börn og ungmenni um upplýsingar í skiptum fyrir aðgang þeirra að inntaki markaðssetningar.
7. Ekki má laða börn og ungmenni með möguleikum á verðlaunum, sem hafa peningalegt verðmæti, í skiptum fyrir dvöl þeirra á eða þátttöku í starfsemi á Internetinu.
8. Ekki má hvetja börn eða ungmenni til at kaupa vöru eða ganga að samningi á Internetinu.
9. Rekstursaðilar sem beina markaðssetningu sinni að börnum og ungmennum, mega ekki setja upp tengingar við vefstaði þar sem er að finna efni sem er ekki ætlað börnum og ungmennum. Efni sem eingöngu er ætlað fullorðnum skal haft aðskilið frá öðru efni sem rekstursaðilinn býður eða hefur í hyggju að bjóða börnum og ungmennum.
eða upplýsingaráðgjafi Per Olav Hernes, upplýsingaráðgjafi, sími +45 33 96 03 31, farsími +45 40 81 23 22, [email protected]