Nr. 073, 30.ágúst 1999. Opinber heimsókn Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada.
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 073
Á morgun, 31. ágúst 1999, hefst opinber heimsókn utanríkisráðherra Kanada, Lloyd Axworthys, til Íslands. Fyrir hádegi mun hann eiga fund með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum og verður þar farið yfir ýmis tvíhliða málefni, svo sem landafundahátíðahöld í Kanada árið 2000, hugsanlega opnun sendiráðs Íslands í Ottawa og gagnkvæmni Kanada í þeim efnum, flugsamgöngur milli ríkjanna ásamt áherslum Kanada um öryggi einstaklingsins ( human security ). Einnig munu ráðherrarnir ræða um samvinnu Íslands og Kanada innan alþjóðastofnana. Lloyd Axworthy mun einnig eiga fund með forsætisráðherra.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 30. ágúst 1999.