Nr. 077, 7. september 1999 Opinber kveðjuheimsókn José Cutileiro, framkvæmdastjóra Vestur-Evrópusambandsins
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 077
José Cutileiro, framkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins, VES, verður í opinberri kveðjuheimsókn á Íslandi 8.-10. september næstkomandi.
Framkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins mun eiga fundi með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, sem jafnframt er starfandi utanríkisráðherra, utanríkismálanefnd og fulltrúum Íslands í þingmannanefnd Vestur-Evrópusambandsins. Jafnframt heimsækir hann stofnun Árna Magnússonar, Þingvelli o.fl.
Á fimmtudaginn, 9. september næstkomandi, mun framkvæmdastjóri VES halda fyrirlestur á vegum Samtaka um Vestræna Samvinnu um stöðu öryggismála í Evrópu, þ.á m. um framtíð Vestur-Evrópusambandsins og þróun öryggis-og varnarmálasviðs Evrópusambandsins.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Skála á Hótel Sögu og hefst kl. 17.15.
José Cutilero lætur senn af embætti framkvæmdastjóra Vestur-Evrópusambandsins en því embætti hefur hann gegnt frá því í nóvember 1994.
Æviágrip framkvæmdastjórans er hjálagt til fróðleiks.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 7. september 1999.