Hoppa yfir valmynd
14. september 1999 Matvælaráðuneytið

Reglugerð um tegundir sem eru undanþegnar viðskiptum á Kvótaþingi. 14.09.99

Fréttatilkynning


Að tillögu stjórnar Kvótaþings Íslands hefur ráðuneytið í dag gefið út nýja reglugerð um tegundir sem eru undanþegnar viðskiptum á Kvótaþingi. Með reglugerðinni er kveðið á um að auk hörpudisks og innfjarðarækju sé nú heimilt að flytja aflamark í Norðuríshafsþorski milli skipa, án undangenginna viðskipta á Kvótaþingi. Reglugerðin tekur gildi 20. september n.k. og geta viðskipti utan Kvótaþings átt sér stað frá og með þeim degi.

Tillaga stjórnar Kvótaþings byggir á því að aflamarki í Norðuríshafsþorski hafi ekki verið úthlutað áður og að mjög lítil viðskipti hafi orðið með Norðuríshafsþorsk síðan tegundin var skráð á Kvótaþingi. Metur stjórnin það því svo að meiri reynslu þurfi af veiðunum til þess að forsendur skapist fyrir myndun markaðsverðs með Norðuríshafsþorsk á Kvótaþingi.


Sjávarútvegsráðuneytið
14. september 1999.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum