Hoppa yfir valmynd
16. september 1999 Forsætisráðuneytið

Norðurlandaskrifstofa - Íslensk verkefni styrkt af Norræna menningarsjóðnum

Fréttatilkynning frá Norræna menningarsjóðnum

Nýjar milljónir til norrænnar menningar

Norræni menningarsjóðurinn hefur veitt alls 17,5 milljónir danskra króna til norræna menningarverkefna. Í fyrri úthlutun sjóðsins árið 1999 skiptist fjármagnið á samtals 124 menningarverkefni á Norðurlöndum. Átta íslensk verkefni hlutu samtals 3,775 milljónir danskra króna.Tilgangur Norræna menningarsjóðsins er að efla menningarsamstarf á Norðurlöndum.

Sjóðurinn styrkir fjárhagslega menningu, menntun og vísindi enda nái viðkomandi verkefni til minnst þriggja Norðurlanda. Á þessu ári eru alls 25 milljónir danskra króna til ráðstöfunar. Úthlutað er úr Norræna menningarsjóðnum tvisvar á ári:

Íslensku verkefnin sem hafa hlotið styrk eru:

  • Reykjavík 2000: Dans- og tónverkið Baldr eftir Jón Leifs. 2.000.000 DKK.
  • Reykjavík 2000: Tískusýningin A la mode Eskimo. 1.000.000 DKK.
  • Menning og æska, norrænt unglingamót í Reykjavík. 400.000 DKK.
  • Listasafn ASI, Ásmundarsalur: Thule,landið í norðri. 100.000 DKK.
  • Serpent, Reykjavík: Samtök norrænna lúðrasveita. 100.000 DKK
  • Norræna húsið í Reykjavík: Alvar Aalto og Ísland. 50.000 DKK.
  • Norræna húsið í Reykjavík: DAVVIN,Samavika í Norræna húsinu. 75.000 DKK.
  • Samkór Vestmannaeyja: Tónleika- og dansferð. 50.000 DKK

Frekari upplýsingar: Norræni menningarsjóðurinn, sekretariatschef Gunilla Hellman,
sími. + 45 33 96 02 46,
[email protected]
www.norden.org

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta