Nr. 03/1997
VIÐAUKI; Bls. 41
Tilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu
Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði á sl. hausti til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Bændaskólans á Hvanneyri hefur látið gera skoðanakönnun meðal bænda um viðhorf til skólastarfsins á Hvanneyri og ýmissa þátta sem snerta framtíðar skipulag búnaðarfræðslu, rannsókna og almenn viðhorf bænda. Könnunina gerði IM-Gallup dagana 29. nóv. til 13. desember sl. og var heildar fjöldi í úrtaki 1164 eða um 25% starfandi bænda. Heildarfjöldi svarenda er 1033 og er nettó svörun 90,1%.
Helstu niðurstöður eru meðal annars eftirfarandi:
Almenn viðhorf
· Rúmlega 85% bænda eru ánægðir með starf sitt sem bóndi
· Um 90% bænda telja það að vera frjáls vera stærsta kostinn við að vera bóndi
· Tæplega 67% líta á landbúnað sem atvinnuveg frekar en lífsform
· Í um 33% tilvika var það meðvituð ákvörðun hjá bændum að gerast bóndi en í tæplega 43% tilvika voru það frekar kringumstæðurnar sem réðu því
· Tæplega 30% þeirra sem tóku afstöðu sögðu að öruggt væri að stundaður yrði búskapur á jörðinni eftir að þeir hættu og um 47% sögðu það sennilegt. Rösklega 23% telja að búskap verði hætt.
Viðhorf gagnvart búnaðarmenntun
· Rúmlega 81% bænda segja að starf Bændaskólans á Hvanneyri hafi skipt miklu fyrir landbúnað á Íslandi
· Rúmlega 27% bænda segja að skólinn geti best þjónað bændum í framtíðinni með því að halda áfram á sömu braut og 26% telja að hann geri það með endurmenntun
· Rúmlega 57% telja mikilvægt fyrir bændur í framtíðinni að formlega verði stofnaður háskóli á Hvanneyri
· Tæplega 50% þeirra sem svöruðu finnst það ætti að færa rannsóknir sem snerta landbúnaðinn frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins til búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri
· Tæplega 65% telja heppilegra að hafa grunnfræðslu í búfræðum í sérstökum bændaskólum heldur en í almennum framhaldsskólum
· Rúmlega 27% bænda hafa sótt endurmenntunarnámskeið á vegum Bændaskólans á Hvanneyri og rúmlega 31% námskeið á vegum annarra
Áhfir búnaðarmenntunar
· 72% svarenda sögðu að námskeiðin hefðu nýst sér mjög vel eða fremur vel til að bæta afkomu sína
· Þeir bændur sem hafa búnaðarmenntun eru ánægðari með afkomu sína en hinir
· Hærra hlutfall búfræðinga en hinna sem ekki hafa lokið búfræðinámi hafa 150 þús krónur eða meira í brúttótekjur á mánuði af búinu
· Meðal búfræðinga var það fremur meðvituð ákvörðun að gerast bóndi en meðal þeirra sem ekki hafa búnaðarmenntun
· Rúmlega fjórðungur bænda sem ekki hafa búfræðipróf telja að búskað verði hætt á jörð þeirra eftir að þeir hætta búskap. Hins vegar aðeins 11 -12% þeirra sem lokið hafa búfræðiprófi
· Tæplega 60% þeirra sem hafa búnaðarmenntun taka mikinn þátt í félagsstörfum bænda
· Með stækkandi búum og auknum tekjum vex þátttaka bænda í félagsstörfum
· Áhugi bænda á að sækja sér endurmenntun vex með hærri tekjum af búskap
· Bændur með búnaðarmennun hafa nútímalegri viðhorf, sækja sér fremur endurmenntun, leita fremur aðstoðar ráðunauta, hafa stærri bú og hærri tekjur af búskap.
Reykjavík, 29. janúar l997
Landbúnaðarráðuneytið