Hoppa yfir valmynd
8. október 1999 Matvælaráðuneytið

Nr. 05/1997

Fréttatilkynning nr. 05/1997






Tilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu



Landbúnaðarráðherra hefur skipað Halldór Runólfsson dýralækni í embætti yfirdýralæknis frá og með 1. september n.k. Halldór hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Heilbrigðieftirlits Kjósarsvæðis frá árinu 1991. Hann starfaði sem deildarstjóri við Hollustuvernd ríkisins árin 1984 til 1991 og sem héraðsdýralæknir í Kirkjubæjarklaustursumdæmi frá 1974 til 1983. Þá hefur Halldór gegnt ýmsum trúnaðarstörfum.

Aðrir umsækjendur um stöðu yfirdýralæknis voru Gunnlaugur Skúlason dýralæknir, Konráð Konráðsson dýralæknir, Magnús H. Guðjónsson dýralæknir og Ólafur Oddgeirsson dýralæknir


Reykjavík, 1.ágúst 1997

Landbúnaðarráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta